15.12.2009 | 09:21
Samfélagsfræði
Samfélagsfræði
Ég var að læra um árin í íslandssögunni frá 870-1490. Það sem mér fannst áhugaverðast var að gera landafundir.Við lærðum um marga biskupa en sá sem mér fannst týpiskur var Þorlákur helgi en hann var biskup í Skálholti Ástæðan fyrir því að ég valdi þennan biskup er að hann var svo týpiskur, Hann lifði í anda Jesú Krists og hann var auðmjúkur og biðjandi í trú sinni. Þorláksmessan heitir eftir Þorláki helga og á Þorláksmessu fer maður í kirkju og margir borða Skötu
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.12.2009 | 09:05
Skólaárið 2008-2009
Skólaárið 2008-2009
Við erum búin að vera að gera margt skemmtilegt á þessu skólaári t.d. hvalaritgerð,benjamín dúfu, Eglu, Snorra sögu,Landafræði og margt fleira. Mér fannst skemmtilegast í landafræði, jarðfræði og í heilsutímaritinu. Í landafræði gerðum við plaköt og síðan máttum við velja hvort við vildum gera powerpoint glærur eða movie maker með eitthvað Norðurland. Í jarðfræði áttum við að vera tvö og tvö saman í hóp. Við áttum að velja okkur eldfjall til að gera powerpoint glærur um. Ég var með Aðalheiði og við gerðum glærur um Herðubreið. Heilsutímaritið var heimaverkefni og við áttum að gera 3 greinar um hollustu og heilbrigði á einni viku. Leiðinlegast fannst mér í stærðfræði og sundi af því stærðfræði hefur mér alltaf fundist leiðinleg og mér finnst ekki gaman að synda. Það sem mér fannst erfiðast á þessari önn var held ég Egla og Snorra saga sérstaklega Snorra sagu af því hún var mjög snúin. Mér fannst þetta skólaár mjög skemmtilegt og fræðandi.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.12.2009 | 09:04
Val
Val
Við erum búin að vera í vali með 5.bekk. Við fórum í val 1 sinni í viku. Við fórum á alla staði sem kennararnir voru með. Við lærðum eitthvað á hverri stöð. Fyrst var ég í Egyptalandi -> Tónlist -> Kína -> David Attenborough -> Martin Luther King og á síðustu var Gandhi. Mér fannst skemmtilegast í tónlist og Elínrós kenndi það. Við skoðuðum allskonar myndbönd á youtube. Við töluðum saman um allskonar frægar manneskjur og hljómsveitir t.d. Björk og Sigurrós. Leiðinlegast var að læra um Kína og það var hjá Björgu. Úr bekknum var ég með Aðalheiði og Sigfríð í hóp. Mér fannst þetta ágætt.- Ewelina <3
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.12.2009 | 09:04
Landafræði
Landafræði
Undanfarnar vikur erum við búin að vinna í landafræði. Við áttum að velja okkur land til að gera annað hvort powerpoint glærur eða movie maker. Ég valdi að gera powerpoint glærur um Svíþjóð. Ég byrjaði á því að gera uppkast af glærunu á blað. Síðan fór ég í tölvu og byrjaði að gera glærurnar. Ég gerði 2 glærur í fyrsta tíma og í seinni tímanum gerði ég allar hinar. Síðan fór ég að reyna að setja glærurnar á blogg síðuna mína en það gekk ekki af því talvan fraus alltaf en síðan náði ég loksins að copya slóðina. Mér fannst gaman að gera glærurnar en það var leiðinlegt að uploda af því að talvan fraus altaf og það tók mig mjög langan tíma að reyna að copya slóðina. Ég fann heimildirnar í bók sem heitir Nrðurlönd og myndirnar inn á google.is
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.12.2009 | 09:03
þemavika
Þemavika
16-20 mars vorum við í þemavinnu með 5 og 7 bekk. Við lærðum um fimm heimsálfur. Hver heimsálfa var ein stöð og við vorum einn dag á einni stöð. Ég byrjaði í Eyjaálfu og ég endaði í Afríku. Heimsálfurnar sem við lærðum um eru: Eyjaálfa,N-Ameríka,Asía,S-Ameríka og Afríka. Mér fannst þetta mjög skemmtileg vinna en skemmtilegast fannst mér í Eyjaálfu af því það var gaman að gera verkefnin þar og kennararnir voru skemmtilegir. Í eyjaálfu gerði ég hljóðfæri úr tré og málaði það og ég gerði líka mynd af dýri. Í N-Ameríku lærði ég línudans,gerði svona verkefni sem ég hengdi síðan upp á vegg og gerði líka hárskraut. Í Asíu lærði ég bambus dans,gerði humar úr gúrku sem misheppnaðist,horfði á myndband um Kína,lærði pínu kínversku t.d. Ni hao (Góðann daginn) og föndraði. Í S-Ameríku gerði ég vinaband,lærði salsa dans og gerði mynd. Í Afríku málaði ég mynd,við fengum að prófa allskonar dót og föt,smökkuðum rétt sem var banani með kókos og lærðum afródans frá Gíneu. Ég lærði mjög mikið um þessar heimsálfur t.d. Hvað Amazon skógurinn er stór,Að dýpsta vatn í heimi er í Asíu hvað einkennir heimsálfurnar og fleira. Ég vona að við förum í svona þemaviku aftur.
x Ewelina
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.12.2009 | 09:02
Snorra saga
Snorra saga
Við erum að vinna í Snorra sögu. 7.janúar fórum við upp í Reykholt. Þar var prestur sem sagði okkur alla Snorra söguna. Í Reykholti sáum við Snorra laugina sem Snorri var alltaf í við sáum líka rústir af kastalanum hans Snorra. Það kom líka maður í skólann og hann heitir Einar Kárason rithöfundur og hann sagði okkur frá Sturlungum og Snorra. Þegar við vorum búin að lesa söguna þá fengum við vinnuhefti með spurningum úr Snorra og við erum að verða búin með það. Mér fannst fræðandi upp í Reykholti og mér fannst leiðinlegt að lesa í Snorra og svara spurningum og ég verð fegin þegar við verðum búin í Snorra sögu!.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.12.2009 | 09:02
Movie Maker
Movie Maker
Ég var að gera movie maker myndband úr Eglu. Ég átti að finna myndir á flickr.com eða google.is og vista þær svo átti ég að fara í movie maker sem er forrit sem maður býr myndbönd í og raða myndunum. Síðan átti ég að taka upp ljóðið (það mælti mín móðir) í audacity og seta það við myndirnar síðan átti ég að búa til youtube account og uploda movie maker myndbandið þar. Í þessu verkefni lærði ég að búa til movie maker myndband og uploda myndbandi á youtube. Það var erfitt að finna myndir af því ég er með teiknimynda þema. Svo var erfitt að savea myndbandið og ég þurfti að byrja 4 sinnum upp á nýtt og upptakan mín vildi aldrei vistast af því ég vistaði hana eitthvað vitlaust en svo hjálpaði kennarinn mér að vista og þá tókst það LOKSINS. Mér fannst þetta verkefni skemmtilegt í byrjun en svo varð það þreytandi af því ég þurfti alltaf að byrja upp á nýtt úff En hér kemur myndbandið mitt endilega skoða og skrifa athugasemd.
x Ewelina ♥♥♥♥
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.12.2009 | 08:57
Egla
Egla
Við í 6.bekk vorum að vinna í Eglu. Við unnum þetta verkefni með því að lesa og svara svo spurningum við gerðum líka ritunarverkefni. Í þessu verkefni lærði ég bara fullt um Egil Skalla-Grímsson og lífið hans t.d. að hann var mikill bardagamaður og hann var ekkert rosalega flottur og hann orti ljóð og við áttum að læra um eitt af ljóðunum hans sem heitir Það mælti mín móðir. Það var stundum erfitt að svara spurningum og finna hvað maður gæti teiknað.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.12.2009 | 08:57
Hvalaritgerð
Hvalaritgerð
Ég var að læra um háhyrning. Ég vann þetta bara með því að finna upplýsingar og skrifa upplýsingarnar í tölvu svo bætti ég myndum við ritgerðina. Ég lærði fullt t.d. hvað háhyrningur borðar , hvað hann er stór , hvað þeir lifa lengi og hvar þeir lifa og bara fullt fleira. Mér fannst erfiðast að finna upplýsingarnar. Mér tókst bara vel að setja ritgerðina inn á box.net. Ég þurfti að fá smá hjálp hjá kennaranum mínumSmellið hér til að lesa ritgerðina
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)