Færsluflokkur: Bloggar

Umsögn kennara

Ewelina þú ert dugleg  og metnaðarfull og hefur falleg vinnubrögð, mundu að taka lífinu ekki of alvarlega.

Helga

Tyrkjarán leikrit

Tyrkjarán leikrit
 
Mér finnst kostur að við þurftum ekki að skrifa í bók og teikna við heldur gera leikrit. Mér finnst við læra eitthvað með því að gera leikrit en samt örugglega ekki jafn mikið og við að læra öðruvísi. Gallarnir eru að það eru ekki allir jafngóðir leikarar og það var dálítið þreytandi að æfa aftur og aftur.

Gæluverkefni

Gæluverkefni

Við áttum að gera gæluheimaverkefni og við áttum að velja hvað sem er til að skrifa um.Ég valdi að gera um Mörgæsir. Við höfðum 4 vikur til að gera þetta verkefni en fyrsta vikan var aðallega að hugsa og ræða við foreldra. Þegar við vorum búin með verkefnið áttum við að kynna það. 

Mér finnst ekki gaman að vera með alveg lausar hendur við að velja af því þá er svo erfitt og maður veit ekki um hvað maður á að skrifa. Mér finnst verra að gera áætlun af þvi stundum vill maður kannski læra lengur en maður skrifaði í áætlun. Mér finnst gott að hafa verkefni sem maður er lengi að gera af því mér finnst ekkert það gaman að skipta oft. Ég var ánægð með allt sem ég gerði í gæluverkefni.


Danska

Danska 

Við vorum í dönsku hjá Helgu kennara. Við lærðum úr þremur bókinu sem heita Klar Parat A,B og C bók. Við gerðum líka nokkur hópverkefni, fjölskyldu með persónulýsingum, spil og matseðil. við lærðum fullt t.d. aðalatriðin, tölurnar, litina, að gera persónulýsingar, allskonar orð og margt fleira. Við lásum líka 2 hefti og glósuðum orð úr því og svöruðum spurningum. Mér fannst skemmtilegast að gera hópverkefnin og frekar leiðinlegt að lesa í A bókinni og heftunum I tivoli og en tur i zoo. Ég lærði jafn vel í hópverkefnum og einstaklings.


Stærðfræði hringekja

 Stærðfræði hringekja

 Á föstudögum vorum við í stærðfræði hringekju í fyrsta tíma. Bekkurinn rúllaði á milli stofa. Við gerðum allskonar verkefni, mynstur, ljóð og fleira.  Mér fannsr neikvætt að maður þurfti að rúlla á milli stofa og flest verkefnin voru leiðinleg. Mér fannst jákvætt að gera mismunandi verkefni af því það er þreytandi að gera alltaf það sama í 1 og hálfan tíma.

Mér fannst alltaf skemmtilegast hjá Önnu af því við gerðum alltaf einhver mynstur og eitthvað stærðfræði föndur en það var dálítið leiðinlegt að gera ljóð.

Hjá Helgu gerðum við alltaf eitthvað sem var erfiðast af því Helga kennari er svo góð í stærðfræði. Við lærðum t.d. eitthvað um metrakerfið, þrautir, margföldunatöfluna, ferhyrninga af ýmsu tagi og fullt fleira.

Hjá Auði vorum við oftast í tölvum inn á nams.is. við gerðum líka allskonar dæmi sem voru frekar erfið stundum, við æfðum okkur í hugarreikningi og lærðum að reikna á talnalínu.

 

 

Náttúrufræði

Náttúrufræði 

Við vorum í náttúrufræðum. Fyrst lærðum við um plöntur og eðlisfræði síðan lærðum við um mannslíkamann og seinast lærðum við um fugla. 

Í plöntuverkefni týndum við plöntur úti. Síðan skrifuðum við um plöntuna og límdum hana inn í vinnubókina.Í Eðlisfræði lærðum við úr bókinni Auðvitað. Við gerðum tilraunir og skrifuðum í bók.

Í líffræði lærðum við úr bók sem heitir mannslíkaminn. Við lærðum allskonar um bein, blóð, æðar, heilann, fíkniefni, húðina og fleira. Við gerðum allskonar verfkefni eins og krossgátur og teiknuðum fullt af myndum.

Við lærðum einnig um fugla og við gerðum powerpoint glærur um fugla. Við lærðum allskonar eins og að fuglarnir skiptast í 6 flokka, hvað fuglarnir heita og margt fleira.

Mér fannst skemmtilegast að læra um fugla og leiðinlegast í eðlisfræði af því það var gaman að gera powerpoint glærur um fugla en það var leiðinlegt í eðlisfræði af því ég skildi ekkert sem var í bókinni.

Hér koma glærurnar mínar um fugla

 


Hallgrímur Pétursson

Hallgrímur Pétursson 

 Við vorum að læra um Hallgrím Pétursson. Við áttum að finna upplýsingar um hann á netinu og setja þær inná word. Þegar við vorum búin með það áttum við að gera powerpoint glærur. Ég lærði um ævi Hallgríms og ég lærði líka þrennt á powerpoint, hvernig maður á að klippa myndir og setja inn myndir af powerpoint og hvernig maður gerir myndir svarthvítar. Mér fannst sum orð erfið í textanum á netinu sérstaklega inná ruv.is. Mér fannst gaman að gera glærurnar en mér fannst textinn inná ruv.is svo tilgangslaus.

Hallgrímur var eitt mesta ljóðaskáld á 17 og 18 öld.  Hann samdi m.a. Passíusálmana og Heilræðavísurnar. Hallgrímur lærði til prests í Kaupmannahöfn en tók ekki lokaprófið af því hann fann ástina í lífi sínu og fór með henni til Íslands. Fyrst var hann prestur á Hvalsnesi en honum líkaði það ekki mjög vel. Síðan fékk hann starf sem prestur á Saurbæ í Hvalfjarðarströnd. Hallgrímur dó úr Holdsveiki.

Hér koma glærurnar mínar 


Anna Frank

Anna Frank

Í ensku vorum við að læra um Önnu Frank. Við hlustuðum á söguna og unnum verkefni. Síðan áttum við að búa til photostory myndband og við þurftum að tala inná það.

Anna Frank var gyðingur og hún lifði í seinni heimstyrjöldinni. Hún var frá Þýskalandi en flutti til Hollands út af stríði. Hún og fjölskylda hennar þurftu að fela sig í 4 ár og engin mátti vita af þeim. Þegar hún var 15 ára var hún send í útrýmingarbúðir og þar dó hún. Hún skrifaði dagbók sem kona að nafni Miep fann. Miep gaf pabba hennar dagbókina og síðar gaf pabbi hennar bókina út.

Mér fannst áhugavert að læra um Önnu Frank af því mér finnst gaman að læra um hvernig stríðið var. Það var gaman að búa til myndband, en við mættum sleppa við að tala inná það. Ég lærði eiginlega ekkert á photostory en ég lærði mikið um ævi Önnu Frank.

 

 

 


Landafræði

Landafræði

Við erum búin að vera í landafræði. Við gerðum mörg verkefni. Við byrjuðum á því að fá lesbók og vinnubók. Við áttum að lesa í lesbókinni og svara síðan spurningum í vinnubókina. Síðan fengum við hópa verkefni þar sem 2 voru saman í hóp. Við áttum að teikna upp löndin sem við fengum á karton og klippa þau út. Síðan áttum við að skrifa upplýsingar um landið og teikna og lita fánann. Síðan settum við öll löndin saman upp á vegg.

Síðan áttum við að velja okkur land til að gera í powerpoint, ég valdi Rúmeníu. Þegar við vorum búin með powerpoint áttum við að velja annað land til að gera í photostory og þá valdi ég Ítalíu. Eftir það áttum við að kynna bæði löndin fyrir bekkin.

Við vorum líka með landafræði heimavinnu þar sem við höfðum eina viku fyrir hvert verkefni.

Mér fannst þetta alveg ágætt. Það var skemmtilegast að gera powerpoint og photostory kynningarnar. Það er ekkert það gaman að kynna en það er gaman að hlusta á aðra kynna en samt er soldið þreytandi ef 2 eða fleiri eru með sama landið og kynningarnar þeirra eru alveg eins þá þarf maður að hlusta á það sama tvisvar.

 

 


Verk og list

Verk og list

Ég er búin að vera í Heimilisfræði og smíðum. Í Heimilisfræði gerðum við ekkert svo margt, eiginlega bara að baka og vinna í vinnubókinni. Við bökuðum margt og það sem ég man eftir er: Langbrauð með osti, súkkulaðikaka,súkkulaðikókoskúlur með perlusykri, súpu, Pasta, Smákökur. Súkkulaðikakan misheppnaðist og súpan var bragðslaus. Ég fékk 8,0 í einkunn í því og ég held að það var útaf því að ég var alltaf að slá tusku í Rakel, sitja uppá borðum, kakan misheppnaðist, ég eyðilagði pönnuna og brenndi spaðan og var ekkert rosalega vandvirk við að þvo upp.Mér fannst þetta mjög skemmtilegt.

 

Í smíðum gerðum við jólaskraut og síðan máttum við veljha hvort við viljum gera bakka eða bát. Ég valdi að gera bakka. Það var ekkert rosalega erfitt að gera hann. Þegar ég var búin með bakkan þá mátti ég ráða hvað ég vil gera og ég valdi að gera Hello Kitty segul. Mér fannst gaman í smíðum.

 


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband