16.4.2010 | 11:52
Anna Frank
Anna Frank
Í ensku vorum við að læra um Önnu Frank. Við hlustuðum á söguna og unnum verkefni. Síðan áttum við að búa til photostory myndband og við þurftum að tala inná það.
Anna Frank var gyðingur og hún lifði í seinni heimstyrjöldinni. Hún var frá Þýskalandi en flutti til Hollands út af stríði. Hún og fjölskylda hennar þurftu að fela sig í 4 ár og engin mátti vita af þeim. Þegar hún var 15 ára var hún send í útrýmingarbúðir og þar dó hún. Hún skrifaði dagbók sem kona að nafni Miep fann. Miep gaf pabba hennar dagbókina og síðar gaf pabbi hennar bókina út.
Mér fannst áhugavert að læra um Önnu Frank af því mér finnst gaman að læra um hvernig stríðið var. Það var gaman að búa til myndband, en við mættum sleppa við að tala inná það. Ég lærði eiginlega ekkert á photostory en ég lærði mikið um ævi Önnu Frank.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.