15.12.2009 | 09:30
Verk og list
Verk og list
Ég er búin að vera í Heimilisfræði og smíðum. Í Heimilisfræði gerðum við ekkert svo margt, eiginlega bara að baka og vinna í vinnubókinni. Við bökuðum margt og það sem ég man eftir er: Langbrauð með osti, súkkulaðikaka,súkkulaðikókoskúlur með perlusykri, súpu, Pasta, Smákökur. Súkkulaðikakan misheppnaðist og súpan var bragðslaus. Ég fékk 8,0 í einkunn í því og ég held að það var útaf því að ég var alltaf að slá tusku í Rakel, sitja uppá borðum, kakan misheppnaðist, ég eyðilagði pönnuna og brenndi spaðan og var ekkert rosalega vandvirk við að þvo upp.Mér fannst þetta mjög skemmtilegt.
Í smíðum gerðum við jólaskraut og síðan máttum við veljha hvort við viljum gera bakka eða bát. Ég valdi að gera bakka. Það var ekkert rosalega erfitt að gera hann. Þegar ég var búin með bakkan þá mátti ég ráða hvað ég vil gera og ég valdi að gera Hello Kitty segul. Mér fannst gaman í smíðum.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.